Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með Boði Logason skrifar 16. maí 2012 17:04 Bessastaðir „Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira