Apple hefur selt 370 þúsund iphone á dag í hálft ár Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2012 14:19 Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni. Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni.
Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira