Jóhanna segir samskipti við forsetann í samræmi við hefðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2012 18:05 Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta. Með þessu er Jóhanna að bregðast við ummælum Ólafs Ragnars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur Ragnar meðal annars að Jóhanna hefði verið í herferð gegn sér frá því að Ólafur Ragnar vísaði Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna segir að mikilvægt sé að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í sumar fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. „Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum," segir Jóhanna í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Yfirlýsingin er svohljóðandi í heild sinni: „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosningabaráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag. Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við núverandi forseta hefur ríkisstjórnin í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta." Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13 Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14 Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06 Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00 Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta. Með þessu er Jóhanna að bregðast við ummælum Ólafs Ragnars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur Ragnar meðal annars að Jóhanna hefði verið í herferð gegn sér frá því að Ólafur Ragnar vísaði Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna segir að mikilvægt sé að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í sumar fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. „Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum," segir Jóhanna í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Yfirlýsingin er svohljóðandi í heild sinni: „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosningabaráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag. Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við núverandi forseta hefur ríkisstjórnin í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta."
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13 Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14 Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06 Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00 Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13
Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14
Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06
Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00
Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34