Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 1-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 13. maí 2012 17:06 Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira