Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi verður á Akureyri um helgina, þar sem hún mun kynna sig fyrir kjósendum. Hún mun meðal annars heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð og verða viðstödd Fjölskylduhátíð í Laufási. Herdís er á ferð um landið þessa dagana en hún fór meðal annars til Vestmannaeyja í fyrradag. Þar heilsaði hún upp á fólk í fyrirtækjum og mætti á völlinn í leik ÍBV og Breiðabliks á Hásteinsvelli, eftir því sem Eyjafréttir greindu frá.

