Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég mun leggja áherslu á lýðræðisþróun og friðarmál enda sé ég í þeim málaflokkum spennandi sóknarfæri Íslendinga til að auka veg og virðingu þjóðarinnar á alþjóða vettvangi og byggja hér upp nýja atvinnustarfsemi tengt þessum málaflokkum. Ef við virkjum Bessastaði og forsetinn gerist leiðandi í lýðræðisþróun og friðarmálum á alþjóðavettvangi mun það virka sem vítamínsprauta í vaxandi tekjulindir þjóðarinnar í ferðaþjónustu og útflutning. Heimsbyggðin stendur nú á krossgötum og menn að átta sig á að sú stjórnskipan og fjármálakerfi sem flest þjóðríki búa við í dag eru barns síns tíma. Hér á Íslandi gætum við þróað beint lýðræði á næstu árum og áratugum sem gæti orðið fyrirmynd annarra þjóða. Fjölmargir fræðimenn á sviði friðarmála eru mér sammála að Ísland gæti orðið leiðandi til friðar og lýðræðisþróunar í heiminum. Svari Íslendingar kallinu mun hér rísa nýr og jákvæður atvinnuvegur sem gæti fært þúsundum Íslendinga blómleg störf í framtíðinni Sem forseti myndi ég auðvitað einnig leggja öðrum málum lið. Umhverfismál, mannúðar- og mannréttindamál, m.a. baráttan gegn fátækt og sókn til réttlætis er meðal þess sem ég myndi standa vörð um á Bessastöðum.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Já ég vil að málskotsrétturinn sé þjóðarinnar. Eitt af mínu fyrstu verkum yrði að setja reglur um hvernig þjóðin getur virkjað málskotsrétt forseta og hvaða fjölda áskorana þurfi til að forsetinn nýti þennan rétt fyrir hönd þjóðarinnar. Þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu deilumál er öflug leið til að brúa gjár á milli þings og þjóðar og koma í veg fyrir að þær myndist. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til nýlegs forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá þetta í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetinn er andlit og holdgerfingur þjóðarinnar útávið. Það er því eðlilegt að hann leggji því lið að kynna helstu atvinnuvegi þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Forsetinn þarf hinsvegar að gæta meðalhófs og má ekki ganga erinda einstakra manna eða hópa í þeirra sérhagsmunagæslu. Sitjandi forseti lét vægast sagt leiða sig útá mjög hálan og þunnan ís þegar hann gekk erinda útrásarvíkinga árum saman. Orsökina til þessa má rekja til galla á lýðræðinu sem hafa afhjúpast í því hvernig fjölmiðlar og kosningar stjórnast af fjármálaöflum. Það er ekki séríslenskt vandamál að frambjóðendur séu gerðir út og stjórnað af fjármálaöflum og hagsmunaklíkum. Þetta er alþekkt vandamál víða um heim og eitt af því sem þarf að breyta til að koma á raunverulegu og virku lýðræði.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Æskilegt er að samhljómur sé með orðum og athöfnum forseta og ríkisstjórnar. Sú staða að meirihluti þjóðarinnar sé komin í andstöðu við sitjandi ríkisstjórn eða Alþingi eins og rætt er um að staðan sé nú á Íslandi er ekki boðlegt í lýðræðisríki. Ef slík staða er komin upp væri eðlilegt að forsetinn fundaði með forystumönnum ríkisstjórnar. Jafnvel efndi til friðarráðstefnu alþingismanna á Bessastöðum að ræða málin með yfirveguðum hætti og reyna að finna lausnir á vandanum. Þetta hlýtur að vera eitt mikilvægasta verkefni forsetans sem sameiningartákns. Stundum virðist menn gleyma sér í hita leiksins og tala um að hér sé þingræði og skauta gjarnan um leið framhjá kjarna þess lýðræðisumboðs sem þeir hafa frá kjósendum. Það má aldrei gleyma því að við búum í lýðræðisríki þar sem þjóðin á síðasta orðið. Sé það vald útfært með kjörnum fulltrúum á þingi eins og við gerum í dag þýðir það ekki að þjóðin hafi á fjögurra ára fresti framselt hagsmuni sína sérhagsmunaklíkum bakvið einstaka stjórnmálaflokka. Lausnin felst ekki í því að forsetinn fari í einhversskonar stríð við Alþingi, menn eða málefni. Aðeins eftir að ljóst er að allar sáttaumleitanir til að brúa gjána milli þings og þjóðar hefur mistekist með friðarviðræðum við ríkisstjórn og alþingismenn gæti komið upp sú staða að forsetinn þyrfti að koma fram á sjónarsviðið til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. En það hlýtur að teljast mjög óeðlilegt að ríkisstjórn sitji eftir að mál eru komin í slíkt öngstræti.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Að leggja niður embætti forseta Íslands væri álíka óviturlegt og að leggja niður útgerðina og hætta að veiða fiskinn í sjónum. Með því að Virkja Bessastaði gæti forsetaembættið lagt hornstein að nýjum atvinnuvegi sem gæti veitt þúsundum Íslendinga góð störf í framtíðinni, aflað milljarðatekna fyrir þjóðarbúið og virkað sem öflug vítamínsprauta í vaxandi ferðaþjónustu landsmanna. Atvinnupóllinn í hugmyndafræðinni Virkjum Bessastaði er að skilgreina Ísland sem land heimsfriðar. Að á Íslandi verði í framtíðinni aðsetur alþjóðastofnanna sem vinna að friðar- og lýðræðisþróun. Ísland er einstakt að því leyti að hér hefur ríkt friður í nærri þúsund ár og landsmenn hvorki borið vopn né rekið skipulagðan hernað. Það er þessi arfleifð sem hefur fyllt menn erlendis hrifningu hvar sem ég hef kynnt Ísland sem land friðarins. Við sjáum nú þegar árangur af þessu starfi. Hingað komu heimsþekktir erlendir fræðimenn, m.a. höfundur handbóka Sameinuðu Þjóðanna að friðarsamningum, til að tala fyrir hugmyndum mínum um að virkja forsetaembættið en fengu ekki áheyrn fjölmiðla. Einnig var Ísland nýlega valið sem heimaland friðarsúlu og minnismerkis um John Lennon. Nú er bara að halda áfram og ná almennri samstöðu þjóðarinnar um að forseti Íslands virki Bessastaði. Lýðræðispóllinn í hugmyndafræðinni Virkjum Bessastaði er að færa valdið til fólksins í landinu með beinu lýðræði. Að forsetinn nýti málskotsréttinn með skipulögðum hætti til að leiða þjóðina úr úreltri hugmyndafræði gömlu fjórflokkanna í nútímalegra og beinna lýðræðisform þar sem þjóðaratkvæði verða eðlilegur þáttur í lýðræðinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri deilumál eru virkasta formið til að brúa gjána milli þings og þjóðar til framtíðar og koma á sáttum í samfélaginu.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Ég vil virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar. Forsetinn skal starfa sem hlutlaust sameiningartákn þjóðarinnar. Ég hef engar tengingar við stjórnmálaflokkana né starfað með þeim og þessvegna vel til þess fallinn að vera hlutlaus umboðsmaður allrar þjóðarinnar á Bessastöðum. Forsetinn skal stuðla að virku lýðræði á Íslandi og þjóðinni verði gefinn kostur á aukinni þáttöku með þróun á beinu lýðræði með nútíma tækni. Forsetinn skal nota neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar. Ég var fyrstur samtímamanna að vilja virkja neitunarvald forsetans til aukinnar þátttöku almennings í lýðræðinu. Hugmyndafræði mín kom fyrst fram opinberlega árið 1995. Síðan í ritinu Virkjum Bessastaði árið 1996 og með stofnun Lýðræðishreyfingarinnar 1998. Forseti Íslands fái nýtt hlutverk sem alþjóðlegur talsmaður friðar og mannréttinda. (Tengist þeirri hugmynd að á Íslandi rísi friðarháskóli og þróunarmiðstöð lýðræðis, friðar og mannréttinda, friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna boðin aðstaða á Keflavíkurflugvelli og forsetaembættið vinni markvisst að því að fá til Íslands tengda starfsemi). Fjölmargir fræðimenn á sviði friðarmála eru mér sammála að Ísland gæti orðið leiðandi til friðar og lýðræðisþróunar í heiminum. Svari Íslendingar kallinu mun hér rísa nýr og jákvæður atvinnuvegur sem gæti fært þúsundum Íslendinga blómleg störf í framtíðinni.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Það hefur lítið breyst. Enginn gerenda hrunsins hefur sætt ábyrgð né vilja þeir kannast við að þeir beri ábyrgð. Eini maðurinn sem situr í fangelsi er ráðuneytisstjóri sem nýtti innherjaupplýsingar til að bjarga eigin skinni á síðustu dögum fyrir hrun. Hinsvegar ganga sjálfir gerendurnir lausir og hafa ekki skilað þýfinu sem þeir stálu af þjóðinni. Nú stefnir í annað hrun því hrunverjar eru að fá tugi milljarða afskrifaða og atvinnutækin afhent uppá nýtt, oft með leynisamningum. Bankar eru komnir í hendur á erlendum vogunarsjóðum og ráðskast nú með mörg af stærstu fyrirtækjum landsins auk þess að verða orðnir eigendur tugi þúsunda heimila almennings.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Lýðræðisþróun og friðarmál. Ég var fyrstur samtímamanna að vilja virkja málskotsrétt forsetans til aukinnar þátttöku almennings í lýðræðinu. Hugmyndafræði mín kom fyrst fram opinberlega árið 1995. Síðan í ritinu Virkjum Bessastaði árið 1996 og með stofnun Lýðræðishreyfingarinnar 1998.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands er og verður að vera okkar sameiningartákn. Hinsvegar þarf að ríkja skilningur um að ávallt verða uppi mismunandi skoðanir í lýðræðisríki. Það er jafn eðlilegt og flóran í náttúrunni birtist okkur í mismunandi litum. Forsetinn þarf að geta komið fram á sjónarsviðið sem talsmaður mismunandi sjónarmiða og bent þjóðinni á leiðir til að sameinast um það sem henni er mikilvægast hverju sinni.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Það eru nokkrir góðir púnktar í tillögum stjórnlagaráðs en hinsvegar eru þar margir gallar. Í sumum tilfellum eru gallarnir slíkir að við gætum verið í verri stöðu með nýja stjórnarskrá sem yrði skrifuð eftir þessum drögum. Nauðsynlegt er að vanda þessa vinnu. Hraðsoðin stjórnarskrá verður ekki æskilegur vegvísir til framtíðar. Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég mun leggja áherslu á lýðræðisþróun og friðarmál enda sé ég í þeim málaflokkum spennandi sóknarfæri Íslendinga til að auka veg og virðingu þjóðarinnar á alþjóða vettvangi og byggja hér upp nýja atvinnustarfsemi tengt þessum málaflokkum. Ef við virkjum Bessastaði og forsetinn gerist leiðandi í lýðræðisþróun og friðarmálum á alþjóðavettvangi mun það virka sem vítamínsprauta í vaxandi tekjulindir þjóðarinnar í ferðaþjónustu og útflutning. Heimsbyggðin stendur nú á krossgötum og menn að átta sig á að sú stjórnskipan og fjármálakerfi sem flest þjóðríki búa við í dag eru barns síns tíma. Hér á Íslandi gætum við þróað beint lýðræði á næstu árum og áratugum sem gæti orðið fyrirmynd annarra þjóða. Fjölmargir fræðimenn á sviði friðarmála eru mér sammála að Ísland gæti orðið leiðandi til friðar og lýðræðisþróunar í heiminum. Svari Íslendingar kallinu mun hér rísa nýr og jákvæður atvinnuvegur sem gæti fært þúsundum Íslendinga blómleg störf í framtíðinni Sem forseti myndi ég auðvitað einnig leggja öðrum málum lið. Umhverfismál, mannúðar- og mannréttindamál, m.a. baráttan gegn fátækt og sókn til réttlætis er meðal þess sem ég myndi standa vörð um á Bessastöðum.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Já ég vil að málskotsrétturinn sé þjóðarinnar. Eitt af mínu fyrstu verkum yrði að setja reglur um hvernig þjóðin getur virkjað málskotsrétt forseta og hvaða fjölda áskorana þurfi til að forsetinn nýti þennan rétt fyrir hönd þjóðarinnar. Þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu deilumál er öflug leið til að brúa gjár á milli þings og þjóðar og koma í veg fyrir að þær myndist. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til nýlegs forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá þetta í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forsetinn er andlit og holdgerfingur þjóðarinnar útávið. Það er því eðlilegt að hann leggji því lið að kynna helstu atvinnuvegi þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Forsetinn þarf hinsvegar að gæta meðalhófs og má ekki ganga erinda einstakra manna eða hópa í þeirra sérhagsmunagæslu. Sitjandi forseti lét vægast sagt leiða sig útá mjög hálan og þunnan ís þegar hann gekk erinda útrásarvíkinga árum saman. Orsökina til þessa má rekja til galla á lýðræðinu sem hafa afhjúpast í því hvernig fjölmiðlar og kosningar stjórnast af fjármálaöflum. Það er ekki séríslenskt vandamál að frambjóðendur séu gerðir út og stjórnað af fjármálaöflum og hagsmunaklíkum. Þetta er alþekkt vandamál víða um heim og eitt af því sem þarf að breyta til að koma á raunverulegu og virku lýðræði.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Æskilegt er að samhljómur sé með orðum og athöfnum forseta og ríkisstjórnar. Sú staða að meirihluti þjóðarinnar sé komin í andstöðu við sitjandi ríkisstjórn eða Alþingi eins og rætt er um að staðan sé nú á Íslandi er ekki boðlegt í lýðræðisríki. Ef slík staða er komin upp væri eðlilegt að forsetinn fundaði með forystumönnum ríkisstjórnar. Jafnvel efndi til friðarráðstefnu alþingismanna á Bessastöðum að ræða málin með yfirveguðum hætti og reyna að finna lausnir á vandanum. Þetta hlýtur að vera eitt mikilvægasta verkefni forsetans sem sameiningartákns. Stundum virðist menn gleyma sér í hita leiksins og tala um að hér sé þingræði og skauta gjarnan um leið framhjá kjarna þess lýðræðisumboðs sem þeir hafa frá kjósendum. Það má aldrei gleyma því að við búum í lýðræðisríki þar sem þjóðin á síðasta orðið. Sé það vald útfært með kjörnum fulltrúum á þingi eins og við gerum í dag þýðir það ekki að þjóðin hafi á fjögurra ára fresti framselt hagsmuni sína sérhagsmunaklíkum bakvið einstaka stjórnmálaflokka. Lausnin felst ekki í því að forsetinn fari í einhversskonar stríð við Alþingi, menn eða málefni. Aðeins eftir að ljóst er að allar sáttaumleitanir til að brúa gjána milli þings og þjóðar hefur mistekist með friðarviðræðum við ríkisstjórn og alþingismenn gæti komið upp sú staða að forsetinn þyrfti að koma fram á sjónarsviðið til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. En það hlýtur að teljast mjög óeðlilegt að ríkisstjórn sitji eftir að mál eru komin í slíkt öngstræti.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Að leggja niður embætti forseta Íslands væri álíka óviturlegt og að leggja niður útgerðina og hætta að veiða fiskinn í sjónum. Með því að Virkja Bessastaði gæti forsetaembættið lagt hornstein að nýjum atvinnuvegi sem gæti veitt þúsundum Íslendinga góð störf í framtíðinni, aflað milljarðatekna fyrir þjóðarbúið og virkað sem öflug vítamínsprauta í vaxandi ferðaþjónustu landsmanna. Atvinnupóllinn í hugmyndafræðinni Virkjum Bessastaði er að skilgreina Ísland sem land heimsfriðar. Að á Íslandi verði í framtíðinni aðsetur alþjóðastofnanna sem vinna að friðar- og lýðræðisþróun. Ísland er einstakt að því leyti að hér hefur ríkt friður í nærri þúsund ár og landsmenn hvorki borið vopn né rekið skipulagðan hernað. Það er þessi arfleifð sem hefur fyllt menn erlendis hrifningu hvar sem ég hef kynnt Ísland sem land friðarins. Við sjáum nú þegar árangur af þessu starfi. Hingað komu heimsþekktir erlendir fræðimenn, m.a. höfundur handbóka Sameinuðu Þjóðanna að friðarsamningum, til að tala fyrir hugmyndum mínum um að virkja forsetaembættið en fengu ekki áheyrn fjölmiðla. Einnig var Ísland nýlega valið sem heimaland friðarsúlu og minnismerkis um John Lennon. Nú er bara að halda áfram og ná almennri samstöðu þjóðarinnar um að forseti Íslands virki Bessastaði. Lýðræðispóllinn í hugmyndafræðinni Virkjum Bessastaði er að færa valdið til fólksins í landinu með beinu lýðræði. Að forsetinn nýti málskotsréttinn með skipulögðum hætti til að leiða þjóðina úr úreltri hugmyndafræði gömlu fjórflokkanna í nútímalegra og beinna lýðræðisform þar sem þjóðaratkvæði verða eðlilegur þáttur í lýðræðinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri deilumál eru virkasta formið til að brúa gjána milli þings og þjóðar til framtíðar og koma á sáttum í samfélaginu.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Ég vil virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðisþróunar. Forsetinn skal starfa sem hlutlaust sameiningartákn þjóðarinnar. Ég hef engar tengingar við stjórnmálaflokkana né starfað með þeim og þessvegna vel til þess fallinn að vera hlutlaus umboðsmaður allrar þjóðarinnar á Bessastöðum. Forsetinn skal stuðla að virku lýðræði á Íslandi og þjóðinni verði gefinn kostur á aukinni þáttöku með þróun á beinu lýðræði með nútíma tækni. Forsetinn skal nota neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar. Ég var fyrstur samtímamanna að vilja virkja neitunarvald forsetans til aukinnar þátttöku almennings í lýðræðinu. Hugmyndafræði mín kom fyrst fram opinberlega árið 1995. Síðan í ritinu Virkjum Bessastaði árið 1996 og með stofnun Lýðræðishreyfingarinnar 1998. Forseti Íslands fái nýtt hlutverk sem alþjóðlegur talsmaður friðar og mannréttinda. (Tengist þeirri hugmynd að á Íslandi rísi friðarháskóli og þróunarmiðstöð lýðræðis, friðar og mannréttinda, friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna boðin aðstaða á Keflavíkurflugvelli og forsetaembættið vinni markvisst að því að fá til Íslands tengda starfsemi). Fjölmargir fræðimenn á sviði friðarmála eru mér sammála að Ísland gæti orðið leiðandi til friðar og lýðræðisþróunar í heiminum. Svari Íslendingar kallinu mun hér rísa nýr og jákvæður atvinnuvegur sem gæti fært þúsundum Íslendinga blómleg störf í framtíðinni.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Það hefur lítið breyst. Enginn gerenda hrunsins hefur sætt ábyrgð né vilja þeir kannast við að þeir beri ábyrgð. Eini maðurinn sem situr í fangelsi er ráðuneytisstjóri sem nýtti innherjaupplýsingar til að bjarga eigin skinni á síðustu dögum fyrir hrun. Hinsvegar ganga sjálfir gerendurnir lausir og hafa ekki skilað þýfinu sem þeir stálu af þjóðinni. Nú stefnir í annað hrun því hrunverjar eru að fá tugi milljarða afskrifaða og atvinnutækin afhent uppá nýtt, oft með leynisamningum. Bankar eru komnir í hendur á erlendum vogunarsjóðum og ráðskast nú með mörg af stærstu fyrirtækjum landsins auk þess að verða orðnir eigendur tugi þúsunda heimila almennings.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Lýðræðisþróun og friðarmál. Ég var fyrstur samtímamanna að vilja virkja málskotsrétt forsetans til aukinnar þátttöku almennings í lýðræðinu. Hugmyndafræði mín kom fyrst fram opinberlega árið 1995. Síðan í ritinu Virkjum Bessastaði árið 1996 og með stofnun Lýðræðishreyfingarinnar 1998.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands er og verður að vera okkar sameiningartákn. Hinsvegar þarf að ríkja skilningur um að ávallt verða uppi mismunandi skoðanir í lýðræðisríki. Það er jafn eðlilegt og flóran í náttúrunni birtist okkur í mismunandi litum. Forsetinn þarf að geta komið fram á sjónarsviðið sem talsmaður mismunandi sjónarmiða og bent þjóðinni á leiðir til að sameinast um það sem henni er mikilvægast hverju sinni.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Það eru nokkrir góðir púnktar í tillögum stjórnlagaráðs en hinsvegar eru þar margir gallar. Í sumum tilfellum eru gallarnir slíkir að við gætum verið í verri stöðu með nýja stjórnarskrá sem yrði skrifuð eftir þessum drögum. Nauðsynlegt er að vanda þessa vinnu. Hraðsoðin stjórnarskrá verður ekki æskilegur vegvísir til framtíðar.
Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00