SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2012 11:17 Tchenguizbræðurnir voru handteknir og húsleit gerð hjá þeim. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira