Webber í leit að sínum fyrsta sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 11:42 Webber var vel fagnað eftir tímatökurnar í gær. Nordic Photos / Getty Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði
Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira