Knattspyrnusambandið búið að kaupa hjartastuðtæki fyir landsliðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2012 13:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Landslið Íslands í knattsprnu munu framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis. Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu og atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum í Evrópu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Starfsmenn KSÍ, þjálfarateymi og leikmenn landsliða hjá KSÍ munu í framhaldinu sækja námskeið í grunnendurlífgun og skyndihjálp undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga og læknateymis landsliðanna. Í kjölfar atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum á undanförnum árum og þá sérstaklega í kjölfar þess að ungur leikmaður Bolton Wanderes í ensku knattspyrnunni hné niður nýlega gerði KSÍ könnun á því hjá liðum í Íslandsmóti hvort hjartastuðtæki væru á heimavöllum félaganna. Í flestum tilfellum eru slík tæki til staðar en vakin hefur verið athygli á málinu hjá þeim vallaryfirvöldum þar sem hjartastuðtæki er ekki til og óskað eftir viðbrögðum. Lifepak CR Plus er alsjálfvirk hjartastuðtæki, ætlað til almenningsnotkunar og krefst ekki sérfræðiþekkingar þess sem það notar. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli um aðgerðir á íslensku. Lifepak CR Plus tækin er nú þegar að finna hjá öllum aðildarfélögum ÍBR, flestum knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu, helstu knattspyrnufélögum í Evrópu og knattspyrnusamböndum aðildarlanda UEFA. Sport Promote sjúkratöskur innihalda búnað fyrir grunnendurlífgun og fyrstu hjálp. Gert er ráð fyrir hjartastuðtækjum í töskunum ásamt þeim búnaði sem fyrir er til að tryggja öndunarveg, öndun og blóðrás. Með þessu móti er allur nauðsynlegur búnaður á sama stað og einfalt og öruggt að grípa með komi upp neyðarástand. Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Landslið Íslands í knattsprnu munu framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis. Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu og atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum í Evrópu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Starfsmenn KSÍ, þjálfarateymi og leikmenn landsliða hjá KSÍ munu í framhaldinu sækja námskeið í grunnendurlífgun og skyndihjálp undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga og læknateymis landsliðanna. Í kjölfar atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum á undanförnum árum og þá sérstaklega í kjölfar þess að ungur leikmaður Bolton Wanderes í ensku knattspyrnunni hné niður nýlega gerði KSÍ könnun á því hjá liðum í Íslandsmóti hvort hjartastuðtæki væru á heimavöllum félaganna. Í flestum tilfellum eru slík tæki til staðar en vakin hefur verið athygli á málinu hjá þeim vallaryfirvöldum þar sem hjartastuðtæki er ekki til og óskað eftir viðbrögðum. Lifepak CR Plus er alsjálfvirk hjartastuðtæki, ætlað til almenningsnotkunar og krefst ekki sérfræðiþekkingar þess sem það notar. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli um aðgerðir á íslensku. Lifepak CR Plus tækin er nú þegar að finna hjá öllum aðildarfélögum ÍBR, flestum knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu, helstu knattspyrnufélögum í Evrópu og knattspyrnusamböndum aðildarlanda UEFA. Sport Promote sjúkratöskur innihalda búnað fyrir grunnendurlífgun og fyrstu hjálp. Gert er ráð fyrir hjartastuðtækjum í töskunum ásamt þeim búnaði sem fyrir er til að tryggja öndunarveg, öndun og blóðrás. Með þessu móti er allur nauðsynlegur búnaður á sama stað og einfalt og öruggt að grípa með komi upp neyðarástand.
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki