Ólafur Ragnar tekur forystu 25. maí 2012 06:18 Ólafur Ragnar Grímsson Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira