Viðskipti erlent

Skemmtigarðastríð í uppsiglingu

Magnús Halldórsson skrifar
Mikið skemmtigarðastríð virðist í uppsiglingu milli Disney og Universal Studios. Í júní nk. mun Disney opna nýjan Cars-skemmtigarð í Kaliforníu sem kostar um 450 milljónir dala, eða sem nemur yfir 56,7 milljörðum króna. Forsvarsmenn Disney vonast til þess að ná að lokka fjölskyldufólk í garðinn í stórum stíl, en garðurinn verður glæsilegur í alla staði, þar sem Leiftur McQueen, aðalsöguhetja Cars-myndanna, og félagar verða í aðalhlutverki. Disney fékk um 73 milljónir gesta í átta skemmtigarða á síðasta ári.

Universal Studios er nú búið að opna nýjan þrívíddarskemmtigarðinn í Kaliforníu sem kostar um 100 milljónir dala, eða sem nemur um 12,6 milljörðum króna. Með því vonast forsvarsmenn Universal eftir því að fá mikinn fjölda gesta, jafnvel sambærilegan við þann sem Cars-garðurinn fær, en á sama tíma ná að hagnast meira vegna minni uppbyggingarkostnaðar.

Sjá má umfjöllun um skemmtigarðana í New York Times, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×