Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2012 12:47 Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira