Ólafur Ragnar segist víst styðja réttindabaráttu samkynhneigðra 7. júní 2012 10:25 Myndin er úr safni. „Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum," skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði: Á síðustu árum hafa samkynhneigðir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttunni fyrir jafnrétti og mannréttindum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson mætti aldrei á viðburði þar sem þessum sigrum var fagnað. Forseti Íslands lét ekki svo lítið að svara erindum frá Samtökunum '78 þar sem honum var boðið að taka þátt. Ekki í eitt einasta skipti. Mætti aldrei, svaraði aldrei." Í svari Ólafs Ragnars segir að forsetaskrifstofan haldi ekki skrá um beiðnir sem ekki er unnt að sinna af ýmsum orsökum, t.d. vegna tímaskorts, annarra skuldbindinga eða fjarveru forseta. Þá er heldur ekki haldin skrá um þá viðburði sem forseti getur ekki sótt af sömu ástæðum. Svo segir í svari Ólafs Ragnars: „Forseti hefur ávallt stutt baráttu samkynhneigðra og lagt henni lið á ýmsan hátt. Hann hefur m.a. rætt við erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið til kynna sér margháttaðan árangur Íslendinga á þessu sviði." Hægt er að lesa svar Ólafs Ragnars í heild sinni á Facebook síðu hans. Þá er hægt að lesa grein Smugunnar hér. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
„Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum," skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði: Á síðustu árum hafa samkynhneigðir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttunni fyrir jafnrétti og mannréttindum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson mætti aldrei á viðburði þar sem þessum sigrum var fagnað. Forseti Íslands lét ekki svo lítið að svara erindum frá Samtökunum '78 þar sem honum var boðið að taka þátt. Ekki í eitt einasta skipti. Mætti aldrei, svaraði aldrei." Í svari Ólafs Ragnars segir að forsetaskrifstofan haldi ekki skrá um beiðnir sem ekki er unnt að sinna af ýmsum orsökum, t.d. vegna tímaskorts, annarra skuldbindinga eða fjarveru forseta. Þá er heldur ekki haldin skrá um þá viðburði sem forseti getur ekki sótt af sömu ástæðum. Svo segir í svari Ólafs Ragnars: „Forseti hefur ávallt stutt baráttu samkynhneigðra og lagt henni lið á ýmsan hátt. Hann hefur m.a. rætt við erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið til kynna sér margháttaðan árangur Íslendinga á þessu sviði." Hægt er að lesa svar Ólafs Ragnars í heild sinni á Facebook síðu hans. Þá er hægt að lesa grein Smugunnar hér.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira