Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vésteini Hafsteinssyni umboðsmanni hennar.
„Ástæðan fyrir þessu er sú að samstarfið hefur ekki skilað þeim árangri/framförum/bætingum sem Helga Margrét hafði væntingar til," segir í fréttatilkynningunni.
Helga Margrét er kominn til Íslands þar sem hún mun æfa undir handleiðslu hennar fyrsta þjálfara, Guðmundar Hólmars Jónssonar. Þá verður Vésteinn Hafsteinsson áfram í samvinnnu við Helgu Margréti.
Helsta markmið Helgu Margrétar þessa dagana er að ná lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið í Helsinki og Ólympíuleikana í London í sumar.
Helga Margrét segir skilið við Agne Bergvall
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn