Button kemur Schumacher til varnar Birgir Þór Harðarson skrifar 1. júní 2012 21:30 Button segir gangrýnina á endurkomu Schumachers ósanngjarna. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti." Formúla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti."
Formúla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira