Enn syrtir í álinn hjá sparkvissa tenniskappanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2012 16:30 Nordicphotos/Getty Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á." Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira
Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti. Argentínumaðurinn var í gær sektaður um 10 þúsund dollara eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Áður hafði Nalbandian orðið af sjö milljónum króna sem hann hefði fengið fyrir annað sætið í mótinum og 150 stig á heimslistanum. Til að bæta gráu ofan á svart er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Lundúnum vegna kvörtunar. Ekki er þó gefið upp hvaðan kvörtunin barst. Andrew McDougall, endalínudómarinn sem meiddist á fæti við atvikið skrautlega, var mættur aftur til vinnu í undankeppni Wimbledon mótsins. Þá hefur Guardian eftir talsmanni ATP-mótaraðarinnar að atvikið og gagnrýni Nalbandian um skipulagningu ATP-mótanna yrðu tekin til rannsóknar. Þar gagnrýndi Nalbandian forsvarsmenn mótanna fyrir að láta keppni fara fram þrátt fyrir slæm skilyrði. Argentínumaðurinn hefur þó dregið í land og beðist afsökunar á hátterni sínu. „Ég ætlaði aldrei að hitta hann," sagði Nalbandian en blóð rann niður fótlegg McDougall þótt hann hafi ekki þurft aðhlynningu. „Þetta voru slæm viðbrögð. Ég þurfti að pústa eftir að hafa tapað stiginu. Ég fékk tækifæri til þess að biðja línudómarann persónulega afsökunar fyrir atvikið sem ég sé sárlega eftir og ber fulla ábyrgð á."
Tennis Tengdar fréttir Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira
Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara. 17. júní 2012 23:00