Einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar, LaDainian Tomlinson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir ellefu ára gifturíkan feril.
Tomlinson var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2006. Hann er í fimmta sæti yfir þá hlaupara sem hafa hlaupið lengst í sögu deildarinnar.
Hann var lengstum í herbúðum San Diego Chargers og með hann innanborðs varð Chargers að alvöru liði. Hann var hjá liðinu í níu ár en síðustu tvö ár var hann í herbúðum NY Jets.
Tomlinson vill hætta sem leikmaður Chargers og því mun hann skrifa undir samning við félagið og svo tilkynna að hann sé hættur.
Semur við Chargers og leggur svo skóna á hilluna

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti
