Handbolti

HM 2013: Svíar og Norðmenn sátu eftir með sárt ennið

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Daníel
Ísland tryggði sér í gær sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári með tveimur öruggum sigrum gegn Hollendingum. Samanlagður sigur Íslands var 73-50. Það er ljóst hvaða þjóðir leika á HM á næsta ári og eru Norðmenn og Svíar á meðal þeirra þjóða sem sátu eftir með sárt ennið.

Þær þjóðir sem hafa tryggt sér keppnisrétt á HM eru: Spánn (gestgjafi), Frakkland (heimsmeistarar), Túnis ), Alsír, Egyptaland, Danmörk, Serbía, Króatía, Suður—Kórea, Katar, Sádi-Arabía, Rússland, Slóvenía, Svartfjallaland, Ungverjaland, Makedónia og Ísland.

Enn eiga eftir að fara fram leikir sem skera úr um hvaða þjóðir frá Ameríku og Eyjaálfu komast á HM.

Norðmenn töpuðu gegn Ungverjum í umspili um laust sæti á HM, og Svíar töpuðu naumlega gegn Svartfjallalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×