Harður árekstur í sólarhringsakstrinum í Le Mans Birgir Þór Harðarson skrifar 16. júní 2012 18:53 Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar. Piergiuseppe Perazzini ók hægfara Ferrari-bílnum inn í hliðina á Toyota-bíl Davidson. Toyota-bíllinn var í þriðja sæti og systurbíll hans í öðru sæti á eftir Audi R18 bíl. Við áreksturinn tókst Toyotan á loft og endaði á veggnum án þess að Davidson gæti nokkuð gert. Áreksturinn var í Muslanne beygjunni frægu en hún er gríðarlega flólkin fyrir ökumenn. Perazzini sagði við Eurosport að hann hefði vitað af Davidson við hliðina á sér. "Það er bara ómögulegt að átta sig á fjarlægðunum á svona miklum hraða," sagði hann. Nú vinna brautarstarfsmenn við að endurbyggja vegriðið og mun það taka um 30 mínútur. Á meðan er gulum flöggum veifað um alla brautina og öryggisbílarnir þrír leiða hópinn. Myndband af árekstrinum má finna hér að ofan. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar. Piergiuseppe Perazzini ók hægfara Ferrari-bílnum inn í hliðina á Toyota-bíl Davidson. Toyota-bíllinn var í þriðja sæti og systurbíll hans í öðru sæti á eftir Audi R18 bíl. Við áreksturinn tókst Toyotan á loft og endaði á veggnum án þess að Davidson gæti nokkuð gert. Áreksturinn var í Muslanne beygjunni frægu en hún er gríðarlega flólkin fyrir ökumenn. Perazzini sagði við Eurosport að hann hefði vitað af Davidson við hliðina á sér. "Það er bara ómögulegt að átta sig á fjarlægðunum á svona miklum hraða," sagði hann. Nú vinna brautarstarfsmenn við að endurbyggja vegriðið og mun það taka um 30 mínútur. Á meðan er gulum flöggum veifað um alla brautina og öryggisbílarnir þrír leiða hópinn. Myndband af árekstrinum má finna hér að ofan.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira