Er lukka Schumacher á þrotum? Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 19:45 Mercedes getur ekki útskýrt hvers vegna bíll Schumachers bilar hvað eftir annað. Ætli lukka hans sé á þrotum? nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang." Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang."
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira