Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 21:40 Fanndís og félagar unnu í kvöld sinn fyrsta bikarsigur síðan sumarið 2009. Mynd / Stefán „Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46