Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 17:46 Blikastúlkur höfðu ástæðu til þess að fagna í Eyjum. Mynd / Ernir Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45