Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Höskuldur Kári Schram skrifar 25. júní 2012 19:11 Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira