Margt smátt eykur kaupmátt launa Magnús Halldórsson skrifar 20. júní 2012 12:33 Rekstur heimilisins er erfiður á Íslandi, ekki síst vegna verðbólgunnar sem nær aldrei er fyrir neðan markmið Seðlabanka Íslands um 2,5 prósent. Of mikil verðbólga gerir lánakjör húsnæðislána óhagstæð, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra til lengri tíma, og minnkar kaupmátt launa. En hvað er til bragðs þegar kemur að rekstri heimilisins? Ég fjallaði um nokkur atriði í pistli á dögunum, sem skipta máli í rekstri heimilisins.Þessi mynd er tekin í verslun Krónunnar í Árbæ, sl. laugardagsmorgun. Verðið er nánast það sama á þessum vörum í Bónus, og verðmunurinn sömuleiðis, samkvæmt athugun hjá mér sjálfum í gær.Eitt finnst mér skipta mestu, þ.e. að muna að margt smátt safnast saman að lokum og eykur kaupmátt launa. Hið opinbera eykur aldrei kaupmátt launa þó stjórnmálamenn tali stundum þannig. Hver er sinnar gæfu smiður í eigin fjármálum og ólíkt því sem margir halda, þá er hægt að minnka útgjöld með áhrifamiklum litlum aðgerðum. Dæmi: Við innkaup fyrir fjölskylduna kaupi ég oft KEA skyr, 500 grömm í dollu. Einu sinni keypti ég alltaf vanilluskyr, sem síðan fór í búst eða beint á diskinn. Spara má 105 krónur við hver einustu innkaup á skyrdollu með því að kaupa frekar hrært venjulegt skyr en bragðbætt með vanillu. Verðmunurinn á 500 grömmum er 105 krónur í Bónus og Krónunni, ódýrustu verslunum hér á landi (óskiljanlega mikill munur reyndar). Miðað við kaup á þremur dollum í viku eykst kaupmáttur launa um 1.365 krónur á mánuði, eða sem nemur 16.380 krónum. Síðan má líka halda því til haga að venjulegt hrært skyr er miklu hollara, og betra að því er mér finnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun
Rekstur heimilisins er erfiður á Íslandi, ekki síst vegna verðbólgunnar sem nær aldrei er fyrir neðan markmið Seðlabanka Íslands um 2,5 prósent. Of mikil verðbólga gerir lánakjör húsnæðislána óhagstæð, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra til lengri tíma, og minnkar kaupmátt launa. En hvað er til bragðs þegar kemur að rekstri heimilisins? Ég fjallaði um nokkur atriði í pistli á dögunum, sem skipta máli í rekstri heimilisins.Þessi mynd er tekin í verslun Krónunnar í Árbæ, sl. laugardagsmorgun. Verðið er nánast það sama á þessum vörum í Bónus, og verðmunurinn sömuleiðis, samkvæmt athugun hjá mér sjálfum í gær.Eitt finnst mér skipta mestu, þ.e. að muna að margt smátt safnast saman að lokum og eykur kaupmátt launa. Hið opinbera eykur aldrei kaupmátt launa þó stjórnmálamenn tali stundum þannig. Hver er sinnar gæfu smiður í eigin fjármálum og ólíkt því sem margir halda, þá er hægt að minnka útgjöld með áhrifamiklum litlum aðgerðum. Dæmi: Við innkaup fyrir fjölskylduna kaupi ég oft KEA skyr, 500 grömm í dollu. Einu sinni keypti ég alltaf vanilluskyr, sem síðan fór í búst eða beint á diskinn. Spara má 105 krónur við hver einustu innkaup á skyrdollu með því að kaupa frekar hrært venjulegt skyr en bragðbætt með vanillu. Verðmunurinn á 500 grömmum er 105 krónur í Bónus og Krónunni, ódýrustu verslunum hér á landi (óskiljanlega mikill munur reyndar). Miðað við kaup á þremur dollum í viku eykst kaupmáttur launa um 1.365 krónur á mánuði, eða sem nemur 16.380 krónum. Síðan má líka halda því til haga að venjulegt hrært skyr er miklu hollara, og betra að því er mér finnst.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun