Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Valbjarnarvelli skrifar 8. júlí 2012 18:36 Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi
Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn