Viðskipti erlent

Einkennilegasti dúett allra tíma? - Warren Buffett og Jon Bon Jovi

Magnús Halldórsson skrifar
Einkennilegasti dúett í tónlistar- og viðskiptasögunni hefur mögulega verið myndaður. Það gerðist á árlegri ráðstefnu Forbes tímaritsins þar sem kastljósinu er beint að líknarstarfsemi og mannúðarmálum. Þá tóku fjárfestirinn Warren Buffett, sem almennt er álitinn meðal virtustu fjárfesta heimsins, og rokksöngvarinn Jon Bon Jovi, sem mörgum finnst skemmtilegur tónlistarmaður, lagið á blaðamannafundi.

Þeir tóku báðir virkan þátt í dagskrá ráðstefnunnar, og hélt Buffett meðal annars erindi um hvernig skynsamleg stýring fjárfesting gæti stutt við framgang mannúðarmála.

Sjá má hvernig þeim tiltókst í myndbandinu sem fylgir með þessari frétt, eða með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×