Hamilton fljótastur þegar föstudagsæfingum lýkur Birgir Þór Harðarson skrifar 6. júlí 2012 14:53 Hamilton var fljótastur í vætunni í dag. McLaren-bíllin leit út fyrir að vera stöðugur miðað við hina. Ökumenn áttu stökustu vandræðum í gegnum hraðar beygjur Silverstone. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Roman Grosjean á Lotus, Daniel Ricciardo á Torro Rosso, Mark Webber á Red Bull og Pedro de la Rosa á HRT settu ekki tíma þrátt fyrir að hafa ekið þó nokkra hringi til að kynnast aðstæðum. Bruno Senna eyðilagði bíl sinn þegar hann missti stjórn á Williams-bílnum þegar hann kom út úr Chapel-beygjunni. Hann endaði með vinstri hlið bílsins í dekkjaveggnum og gat ekki ekið meir. Williamsmenn keppast nú við að púsla bílnum saman á ný svo Bruno nái að taka þátt á morgun. Búist er við rigningu áfram á morgun þegar tímatökurnar fara fram. Keppnisdagur verður einnig blautur ef eitthvað er að marka veðurspár, þó rigningin verði léttari en hún var í dag. Laugardagsæfingarnar hefjast klukkan níu í fyrramálið og eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tímatökurnar fara svo fram á hádegi og eru líka í beinni.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira