Handbolti

Ólafur Gústafsson kallaður inn í íslenska hópinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Argentínu í tveimur æfingaleikjum á laugardaginn og mánudaginn.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Handknattleikssambands Íslands sem haldin var á Hótel Loftleiðum í dag.

Ólafur hefur æft með íslenska landsliðinu í sumar en var einn þeirra sem ekki var valinn fjórtán manna lokahóp landsliðsins sem leikur í London í sumar.

Aron Pálmarsson, vinstri skytta íslenska landsliðsins, hefur glímt við meiðsli á hné og verður að óbreyttu hvíldur í leikjunum um helgina. Þá missteig Ólafur Bjarki Ragnarsson sig á æfingu liðsins og óvíst hve mikið hann spilar í leikjunum.

Læknar íslenska landsliðsins reikna þó með því að hann verði kominn í stand fyrir Ólympíuleikana sem hefjast 27. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×