Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Vantar alvöru leikmenn í hópinn | Mörkin úr leiknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var ómyrkur í máli í viðtali við SportTV.is að loknum 2-0 tapi liðs síns gegn Haukum að Ásvöllum í gærkvöldi.

„Þessir drengir verða að átta sig á því að þeir verða aldrei alvöru fótboltamenn með þessu vinnuframlagi sem þeir hafa sýnt í sumar," sagði Ólafur.

Víkingur situr í níunda sæti deildarinnar með tíu stig að loknum tíu leikjum. Óhætt er að segja að árangur liðsins sé undir væntingum.

„Það þarf að fá leikmenn inn í þennan hóp til að styrkja hann og gera þetta að alvöru liði," sagði Ólafur.

Mörk Hauka og svipmyndir úr leiknum má sjá á vef SportTV með því að smella hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×