Viðskipti erlent

Digg seld keppinauti sínum

Fréttasían Digg
Fréttasían Digg mynd/Digg
Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna.

Talið er að Betaworks hafi greitt um 500 þúsund dollara fyrir síðuna, eða það sem nemur tæpum 65 milljónum króna.

Digg mun á næstu dögum sameinast fréttasíu Betaworks, News.me. Kaupin hafa vakið mikla athygli í tæknigeiranum í Bandaríkjunum enda er Digg fornfræg vefsíðan. Margir af áhrifamestu mönnum í heimi samskiptamiðla stigu sín fyrstu skref hjá Digg.

Áætlað virði Digg hleypur á um 16 milljónum króna, stór hluti af því fjármagni er tengdur einkaleyfum sem síðan hefur tryggt sér í gegnum árin.

Er talið að samskiptamiðillinn LinkedIn og bandaríski fréttamiðillinn Washington Post hafi keypt einkaleyfin samhliða sölunni á léni Digg.

Hægt er að nálgast Digg hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×