Viðskipti erlent

Kína opnar dyrnar fyrir vogunarsjóðum

Stjórnvöld í Kína hafa gefið alþjóðlegum vogunarsjóðum leyfi til að taka við fjármunum frá Kínverjum og ávaxta á utan Kína.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni að vogunarsjóðir fá að starfa í Kína. Það eru þó aðeins stærstu vogunarsjóðir heimsins sem hafa möguleika á að starfa í Kína því það skilyrði er sett að viðkomandi sjóður verður að vera stærri en 10 milljarðar dollara.

Í frétt Financial Times um málið segir að sjóðir þessir geti skráð sig í Shanghai og að þeir standi þegar í biðröð eftir slíkri skráningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×