Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | KR enn án sigurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 20:01 Mynd / Ernir ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eins og reikna mátti með. Eftir nokkuð harða sókn gaf vörn heimakvenna sig. Shaneka Gordon komst þá upp að endalínu hægra megin, sendi fyrir markið á Dönku Podovac sem sendi boltann í netið af stuttu færi. KR stelpur höfðu barist grimmilega fram að markinu og létu ekki deigan síga. Þar létu vaða á markið af löngu færi en bestu tilraunina átti Guðrún María Johnson en skot hennar utan teigs fór rétt framhjá markinu. Á hinum enda vallarins fékk Shaneka Gordon kjörið tækifæri til að auka forystu Eyjakvenna en skot hennar úr vítateignum fór yfir mark Hrafnhildar Agnarsdóttur, markvarðar KR. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af en Shaneka Gordon minnti á sig á 57. mínútu með hörkuskoti sem small í stöng KR-marksins.Shaneka Gordon, sem er frá Jamaíku, var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá lét hún vaða á markið langt utan teigs og boltinn fór í fallegum boga yfir Hrafnhildi í marki KR og hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark og sigurinn svo gott sem í höfn hjá Eyjakonum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Danka Podovac áttu báðar fín skot að marki KR sem Hrafnhildur varði vel. Bæði lið fengu hálffæri en engu var við bætt og lokatölurnar 2-0 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Með sigrinum komust Eyjakonur í efst sæti deildarinnar með 19 stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. Þór/KA er þó 3-0 yfir í leik sínum norðan heiða gegn Fylki og útlit fyrir að Norðankonur endurheimti efsta sætið. KR situr áfram á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í deildinni í sumar. Liðið mætir Aftureldingu í bikarnum á föstudag en KR fór alla leið í úrslit bikarsins síðasta sumar. Athygli vakti að fimm mínútna töf varð á að leikurinn í kvöld hófst þar sem Vesturbæingar höfðu ekki komið mörkunum fyrir á réttum stað á báðum endum vallarins. Slíkt er ekki stórfélagi á borð við KR til sóma. Jón Ólafur: Nýtti leikmenn til að hvíla ýmsa leikmenn„Við vorum þunglamalegar í dag en leikur KR bauð upp á að við værum ekki betra en þetta. Sigurinn var þó góður. Ég vissi að það yrði erfitt að koma hingað því þær eru að berjast fyrir lífi sínu ekki síst í ljósi úrslitanna í gær," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV í leikslok. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir hófu leikinn á bekknum. Jón Ólafur viðurkenndi að hann hefði notað tækifærið til að hvíla leikmenn gegn botnliðinu. „Það má segja að ég hafi nýtt leikinn til þess að hvíla ýmsa leikmenn og gefa öðrum tækifæri. Við höfum mikla breidd." Elísa Viðarsdóttir: Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim efstu„Ég átti ekki von á öðru en erfiðum leik gegn KR. Það er alltaf erfitt að koma á KR-völlinn. Þær höfðu fyrir miklu að berjast. Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim neðstu," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Eyjakvenna í leikslok. Elísa var þó ekki ánægð með frammistöðu liðsins. „Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum eitthvað óöruggar og ekki að spila nægilega vel," sagði Elísa en neitaði því þó að um nokkuð vanmat hefði verið að ræða. Næst verður leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn en ÍBV er fallið úr þeirri keppni. Íslandsmótið er því þeirra eina keppni. Aðspurð um markmið liðsins segir Elísa: „Við tökum einn leik fyrir í einu eins og góðvinur minn Jón Ólafur þjálfari segir. Að sjálfsögðu stefnum við á toppinn. Við ætlum að byrja á því að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Svo þegar nær degur endanum setjum við okkur kannski stærri markmið." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eins og reikna mátti með. Eftir nokkuð harða sókn gaf vörn heimakvenna sig. Shaneka Gordon komst þá upp að endalínu hægra megin, sendi fyrir markið á Dönku Podovac sem sendi boltann í netið af stuttu færi. KR stelpur höfðu barist grimmilega fram að markinu og létu ekki deigan síga. Þar létu vaða á markið af löngu færi en bestu tilraunina átti Guðrún María Johnson en skot hennar utan teigs fór rétt framhjá markinu. Á hinum enda vallarins fékk Shaneka Gordon kjörið tækifæri til að auka forystu Eyjakvenna en skot hennar úr vítateignum fór yfir mark Hrafnhildar Agnarsdóttur, markvarðar KR. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af en Shaneka Gordon minnti á sig á 57. mínútu með hörkuskoti sem small í stöng KR-marksins.Shaneka Gordon, sem er frá Jamaíku, var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá lét hún vaða á markið langt utan teigs og boltinn fór í fallegum boga yfir Hrafnhildi í marki KR og hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark og sigurinn svo gott sem í höfn hjá Eyjakonum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Danka Podovac áttu báðar fín skot að marki KR sem Hrafnhildur varði vel. Bæði lið fengu hálffæri en engu var við bætt og lokatölurnar 2-0 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Með sigrinum komust Eyjakonur í efst sæti deildarinnar með 19 stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. Þór/KA er þó 3-0 yfir í leik sínum norðan heiða gegn Fylki og útlit fyrir að Norðankonur endurheimti efsta sætið. KR situr áfram á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í deildinni í sumar. Liðið mætir Aftureldingu í bikarnum á föstudag en KR fór alla leið í úrslit bikarsins síðasta sumar. Athygli vakti að fimm mínútna töf varð á að leikurinn í kvöld hófst þar sem Vesturbæingar höfðu ekki komið mörkunum fyrir á réttum stað á báðum endum vallarins. Slíkt er ekki stórfélagi á borð við KR til sóma. Jón Ólafur: Nýtti leikmenn til að hvíla ýmsa leikmenn„Við vorum þunglamalegar í dag en leikur KR bauð upp á að við værum ekki betra en þetta. Sigurinn var þó góður. Ég vissi að það yrði erfitt að koma hingað því þær eru að berjast fyrir lífi sínu ekki síst í ljósi úrslitanna í gær," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV í leikslok. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir hófu leikinn á bekknum. Jón Ólafur viðurkenndi að hann hefði notað tækifærið til að hvíla leikmenn gegn botnliðinu. „Það má segja að ég hafi nýtt leikinn til þess að hvíla ýmsa leikmenn og gefa öðrum tækifæri. Við höfum mikla breidd." Elísa Viðarsdóttir: Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim efstu„Ég átti ekki von á öðru en erfiðum leik gegn KR. Það er alltaf erfitt að koma á KR-völlinn. Þær höfðu fyrir miklu að berjast. Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim neðstu," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Eyjakvenna í leikslok. Elísa var þó ekki ánægð með frammistöðu liðsins. „Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum eitthvað óöruggar og ekki að spila nægilega vel," sagði Elísa en neitaði því þó að um nokkuð vanmat hefði verið að ræða. Næst verður leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn en ÍBV er fallið úr þeirri keppni. Íslandsmótið er því þeirra eina keppni. Aðspurð um markmið liðsins segir Elísa: „Við tökum einn leik fyrir í einu eins og góðvinur minn Jón Ólafur þjálfari segir. Að sjálfsögðu stefnum við á toppinn. Við ætlum að byrja á því að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Svo þegar nær degur endanum setjum við okkur kannski stærri markmið."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira