Viðskipti erlent

Afsalar sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bob Diamond var forstjóri bankans.
Bob Diamond var forstjóri bankans. mynd/ afp.
Bob Diamond, fyrrverandi forstjóri breska bankans Barclays, mun þiggja 400 milljónir króna í laun fyrir árið. Hann mun hins vegar afsala sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu sem hann hafði áunnið sér fyrir störf sín í bankanum. Diamond sagði upp störfum hjá bankanum á dögunum vegna vaxtahneykslis sem skekið hefur Bretland.

Grunur leikur á að forsvarsmenn bankans hafi með ólöglegum hætti reynt að hafa áhrif á svokallaða Libor-vexti. Stjórnarformaður bankans, Marcus Agius, hefur einnig sagt upp störfum fyrir bankann en hann mun starfa þangað til að nýr forstjóri hefur tekið til starfa.



Umfjöllun um málið á vef BBC.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×