Viðskipti erlent

Danske Bank dottinn af Fortune 500 listanum

Danske Bank er dottinn af hinum virðingarmikla Fortune 500 lista sem nær yfir 500 stærstu fyrirtæki heimsins.

Danske Bank hefur verið á hraðleið niður þennan lista undnafarin ár en hæst náði bankinn í 235. sæti listans árið 2009. Í fyrra var Danske Bank kominn niður í 454. sætið og í ár hverfur hann af listanum. Þar með er A.P. Möller-Mærsk eina danska fyrirtækið sem eftir er á Fortune 500.

Efst á þessum lista trónir nú Royal Dutch Shell olíufyrirtækið og veltir Wal-Mart verslunarkeðjunni þar með úr sessi. Wal-Mart er raunar komið í þriðja sætið því annað olíufélag, Exxon Mobil, teljst nú vera annað stærsta fyrirtæki heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×