Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur - 0-2 | Valur í úrslit fimmta árið í röð 27. júlí 2012 15:29 Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast