"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott" Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 18:30 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna. mynd/AFP Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira