Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 2-2 | Norðankonur stálu stigi Einar Njálsson á Vodafone-vellinum skrifar 31. júlí 2012 15:58 Tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu toppliði Þór/KA 2-2 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda. Valskonur réðu lögum og lofum á vellinum en ólíkt gestunum nýttu þær ekki færi sín. Valskonur voru fljótar að ná undirtökunum í leiknum og áttu tvö hættuleg færi í byrjun leiks sem fóru forgörðum. Fyrst var það Rakel Logadóttir sem slapp ein í gegn en fór illa að ráði sínu og síðar skaut Dagný Brynjarsdóttir yfir af markteig eftir frábæran undirbúning dönsku landsliðskonunnar Johönnu Rasmussen. Valsarar héldu boltanum meira innan liðsins á meðan Þór/KA beitti skyndisóknum með litlum árangri í fyrri hálfleik. Johanna Rasmussen opnaði markareikning sinn fyrir Val og kom Valskonum yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir frábæran undirbúning Rakelar. Valskonur fóru því sáttar inn í leikhlé með verðskuldaða forystu. Forysta Valskvenna tvöfaldaðist á 55 mínútu með sjálfsmarki fyrirliðans Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur snemma í síðari hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir átti þá fyrirgjöf sem breytti um stefnu af Örnu og hafnaði í netinu. Eftir mörkin var einungis eitt lið á vellinum þar sem Valur stjórnaði leiknum og virtist vera með leikinn algjörlega í höndum sér. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot. Valur hélt áfram að stjórna leiknum og skapaði sér ágætis færi sem tókst ekki að nýta. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum jafnaði varamaðurinn Lillý Rut leikinn eftir snarpa sókn og laglega afgreiðslu. Á lokamínútum leiksins fékk Svava Rós varamaður í liði Vals gott færi en eins og nokkur önnur færi liðisns fór það forgörðum. Norðankonur ganga sáttar frá borði með eitt stig og halda sæti sínu á toppi deildarinnar þar sem Blikar töpuðu gegn ÍBV. Þær sýndu mikinn karakter með því að vera tveimur mörkum undir en ganga af velli með jafntefli og gefast aldrei upp. Valsarar geta nagað sig í handarbakið eftir að tapa niður ágætri stöðu á heimavelli í leik sem þær stjórnuðu frá upphafi til enda. Gunnar Rafn: Klárlega tvö töpuð stigGunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals var ekki jafn sáttur. „Þetta eru klárlega töpuð stig í dag, þú sást það." Valur var betri aðilinn en náði ekki að nýta færin. „Þær fengu tvö færi í seinni og nýttu þau. Við vorum í raun klaufar að gefa þeim þessi færi. Við gefum ódýra vítaspyrnu og gleymum okkur í hinu færinu sem þær skoruðu úr. Við áttum góð færi sem við hefðum átt að nýta betur. Þú átt ekki að tapa leik sem þú ert komin tveimur mörkum yfir í og með þessa yfirburði. Þór/KA beitti sinni leikaðferð í dag sem er greinilega að virka fyrir þær." Johanna Rasmussen átti góðan leik í liði Vals í dag og sýndi góða takta „Johanna Rasmussen er frábær leikmaður og kemst í hóp þeirra bestu sem spilað hafa hér á landi, eins og margar sem spila í Vals-liðinu í dag" sagði Gunnar. Jóhann Kristinn: Staðan í deildinni er bull miðað við frammistöðu ValsJóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, var sáttur með stigið í dag. „Mér finnst mjög gott að koma hingað og ná í stig. Þetta var frábært lið sem við vorum að spila við og staðan í deildinn er algjört bull miðað við frammistöðu þeirra hér í dag," sagði Jóhann Kristinn. Sænskur leikmaður, Rebecca Johnson, gekk til liðs við Þór/KA í dag en var ekki komin með leikheimild í tæka tíð fyrir leikinn. „Félagið sem hún spilaði fyrir lenti í fjárhagsvandræðum og pappírsvinnan gekk erfiðlega úti. Því miður erum við búnir að vera í nokkra daga að ganga frá þessu en það hafðist í hádeginu og hún verður með í næsta leik." Þór/KA fær engin verðlaun fyrir fallegan fótbolta í dag en markviss var hann og skilaði þeim góðu stigi. „Það er rosaleg erfitt að fara eitthvað að blammera stelpurnar mínar og í raun hef ég engin efni á því. Við erum að koma á erfiðan útivöll og hann bíður upp á að útiliðið geri fullt af mistökum. Valur fer á flug eftir fyrra markið sitt og býr yfir miklum gæðum eins og í Johönnu Rasmussen. Þegar það gerist er rosalega erfitt fyrir svona ungt lið að standa vaktina. En að koma til baka finnst mér sýna að þær eru að taka stór stökk upp á við og karakterinn sem þær eru að sýna er til fyrirmyndar." Dóra María: Markmaður þeirra bjargaði þeim oft„Mér fannst við miklu betri, sköpuðum fleiri færi og héldum þokkalega í vörninni. Ég held að þær hafi ekki fengið mikið meira en þessi tvö færi sem þær skora úr," sagði Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði Vals, nokkuð svekkt eftir leikinn. „Við fengum marga opna sénsa og fín skotfæri en markmaður þeirra bjargaði þeim oft. Þetta voru mikil vonbrigði," bætti hún við. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu toppliði Þór/KA 2-2 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda. Valskonur réðu lögum og lofum á vellinum en ólíkt gestunum nýttu þær ekki færi sín. Valskonur voru fljótar að ná undirtökunum í leiknum og áttu tvö hættuleg færi í byrjun leiks sem fóru forgörðum. Fyrst var það Rakel Logadóttir sem slapp ein í gegn en fór illa að ráði sínu og síðar skaut Dagný Brynjarsdóttir yfir af markteig eftir frábæran undirbúning dönsku landsliðskonunnar Johönnu Rasmussen. Valsarar héldu boltanum meira innan liðsins á meðan Þór/KA beitti skyndisóknum með litlum árangri í fyrri hálfleik. Johanna Rasmussen opnaði markareikning sinn fyrir Val og kom Valskonum yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir frábæran undirbúning Rakelar. Valskonur fóru því sáttar inn í leikhlé með verðskuldaða forystu. Forysta Valskvenna tvöfaldaðist á 55 mínútu með sjálfsmarki fyrirliðans Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur snemma í síðari hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir átti þá fyrirgjöf sem breytti um stefnu af Örnu og hafnaði í netinu. Eftir mörkin var einungis eitt lið á vellinum þar sem Valur stjórnaði leiknum og virtist vera með leikinn algjörlega í höndum sér. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot. Valur hélt áfram að stjórna leiknum og skapaði sér ágætis færi sem tókst ekki að nýta. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum jafnaði varamaðurinn Lillý Rut leikinn eftir snarpa sókn og laglega afgreiðslu. Á lokamínútum leiksins fékk Svava Rós varamaður í liði Vals gott færi en eins og nokkur önnur færi liðisns fór það forgörðum. Norðankonur ganga sáttar frá borði með eitt stig og halda sæti sínu á toppi deildarinnar þar sem Blikar töpuðu gegn ÍBV. Þær sýndu mikinn karakter með því að vera tveimur mörkum undir en ganga af velli með jafntefli og gefast aldrei upp. Valsarar geta nagað sig í handarbakið eftir að tapa niður ágætri stöðu á heimavelli í leik sem þær stjórnuðu frá upphafi til enda. Gunnar Rafn: Klárlega tvö töpuð stigGunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals var ekki jafn sáttur. „Þetta eru klárlega töpuð stig í dag, þú sást það." Valur var betri aðilinn en náði ekki að nýta færin. „Þær fengu tvö færi í seinni og nýttu þau. Við vorum í raun klaufar að gefa þeim þessi færi. Við gefum ódýra vítaspyrnu og gleymum okkur í hinu færinu sem þær skoruðu úr. Við áttum góð færi sem við hefðum átt að nýta betur. Þú átt ekki að tapa leik sem þú ert komin tveimur mörkum yfir í og með þessa yfirburði. Þór/KA beitti sinni leikaðferð í dag sem er greinilega að virka fyrir þær." Johanna Rasmussen átti góðan leik í liði Vals í dag og sýndi góða takta „Johanna Rasmussen er frábær leikmaður og kemst í hóp þeirra bestu sem spilað hafa hér á landi, eins og margar sem spila í Vals-liðinu í dag" sagði Gunnar. Jóhann Kristinn: Staðan í deildinni er bull miðað við frammistöðu ValsJóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, var sáttur með stigið í dag. „Mér finnst mjög gott að koma hingað og ná í stig. Þetta var frábært lið sem við vorum að spila við og staðan í deildinn er algjört bull miðað við frammistöðu þeirra hér í dag," sagði Jóhann Kristinn. Sænskur leikmaður, Rebecca Johnson, gekk til liðs við Þór/KA í dag en var ekki komin með leikheimild í tæka tíð fyrir leikinn. „Félagið sem hún spilaði fyrir lenti í fjárhagsvandræðum og pappírsvinnan gekk erfiðlega úti. Því miður erum við búnir að vera í nokkra daga að ganga frá þessu en það hafðist í hádeginu og hún verður með í næsta leik." Þór/KA fær engin verðlaun fyrir fallegan fótbolta í dag en markviss var hann og skilaði þeim góðu stigi. „Það er rosaleg erfitt að fara eitthvað að blammera stelpurnar mínar og í raun hef ég engin efni á því. Við erum að koma á erfiðan útivöll og hann bíður upp á að útiliðið geri fullt af mistökum. Valur fer á flug eftir fyrra markið sitt og býr yfir miklum gæðum eins og í Johönnu Rasmussen. Þegar það gerist er rosalega erfitt fyrir svona ungt lið að standa vaktina. En að koma til baka finnst mér sýna að þær eru að taka stór stökk upp á við og karakterinn sem þær eru að sýna er til fyrirmyndar." Dóra María: Markmaður þeirra bjargaði þeim oft„Mér fannst við miklu betri, sköpuðum fleiri færi og héldum þokkalega í vörninni. Ég held að þær hafi ekki fengið mikið meira en þessi tvö færi sem þær skora úr," sagði Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði Vals, nokkuð svekkt eftir leikinn. „Við fengum marga opna sénsa og fín skotfæri en markmaður þeirra bjargaði þeim oft. Þetta voru mikil vonbrigði," bætti hún við.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira