Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Valli Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira