Pistillinn: Til hvers að senda íslenska sundfólkið á Ólympíuleika? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 08:00 Mynd/Valli Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð. Pistillinn Sund Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sjá meira
Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð.
Pistillinn Sund Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sjá meira