Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 3-0 | Stjarnan í bikarúrslit Jón Júlíus Karlsson á Samsung vellinum skrifar 1. ágúst 2012 14:11 Mynd/Daníel Stjarnan mun leika til úrslita í Borgunar-bikarnum í fyrsta sinn eftir góðan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan vann fyllilega verðskuldaðan sigur og var hreinlega einu númeri of stórir fyrir 1. deildar lið Þróttar R. sem barðist þó vel og hefði með smá heppni getað komið sér inn í leikinn. Leikmenn Þróttar töldu sig hafa tekið forystuna á 21. mínútu þegar Karl Brynjar Björnsson skallaði boltann í netið. Hann var hins vegar dæmdur rangstæður og því taldi markið ekki. Skömmu síðar tóku heimamenn forystuna. Halldór Orri Björnsson átti þá góðan sprett í teig Þróttar og átti fasta sendingu fyrir markið. Mark Doninger var á réttum stað og mokaði boltanum yfir línuna. Stjörnumenn voru aðgangsharðir fyrir framan mark gestina það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Ögmundur Ólafsson var öflugur í marki Þróttar og hélt þeim inni í leiknum. 1-0 í hálfleik. Bæði lið fengu fín færi í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn virtust þó líklegri. Doninger veitti Þrótturum rothögg á 66. mínútu þegar hann skoraði annað mark Stjörnunnar af stuttu færi eftir að Ögmundur hafði varið skot Baldvins Sturlusonar út í teiginn. Skömmu síðar fengu Þróttarar tvö frábær færi til að komast aftur inn í leikinn en voru klaufar að skora ekki. Alexander Scholz gulltryggði Stjörnunni sigurinn á 84. mínútu eftir frábæra sendingu frá Gunnari Erni Jónssyni sem var nýkominn inn á sem varamaður. Þar með var ljóst að Stjarnan var á leið í úrslit og stuðningssveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, fagnaði ákaft. Mark Doninger var maður leiksins en hann virðist finna sig vel í liði Stjörnunnar eftir vandamál utan vallar á tíma sínum hjá ÍA. Stjarnan lék vel í kvöld og stefnir að sínum fyrsta stóra titli. Leikmenn Þróttar börðust vel en áttu ekki erindi sem erfiði. Sérstakt hrós fær þó stuðningssveit Þróttar sem hirti öll þrjú stigin sem í boði voru utan vallar. Daníel Laxdal: Draumur að rætast„Ég er í skýjunum. Þróttarar voru öflugir en við mættum tilbúnir til leiks. Við vorum með gæðin til að klára færin og við hefðum getað sett fleiri mörk en ég er mjög sáttur með 3-0 sigur og að halda hreinu,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Daníel Laxdal, eftir sigur liðsins gegn Þrótti í undanúrslitum í bikarnum. Daníel lék vel í vörn Stjörnunnar og tókst ásamt liðsfélögum sínum að leggja Þrótt tiltölulega þægilega af velli. Daníel var ákaft fagnað ásamt félögum sínum í leikslok af stuðningsmönnum sínum. „Þetta er mjög stór stund fyrir klúbbinn og það þýðir ekkert að stoppa hér. Við ætlum okkur alla leið. Mér er alveg saman hvort við fáum Grindavík eða KR í úrslitum. Það eina sem kemur til greina er sigur.“ Páll Einars: Skorti gæði á síðasta þriðjungnum„Leikurinn byrjaði vel og við spiluðum á köflum mjög vel. Við hefðum hins vegar getað gert betur á síðasta þriðjungi vallarins. Við vorum fínir í kvöld og kannski er þetta bara munurinn á liðunum. Við stóðum í fullu tré við þá á mörgum sviðum og skorum mark sem er grunsamlega dæmt af,“ sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar R. í leikslok. „Við fengum nokkur góð færi í seinni hálfleik og óheppnir að skjóta í stöngina. Það hefði breytt miklu ef við hefðum nýtt færin betur. Okkar stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og að mínu mati tóku þeir öll þrjú stigin sem voru í boði í stúkunni. Þeir tóku Silfurskeiðina og pökkuðu henni saman. Vonandi heldur það áfram.“ Doninger: Stjarnan er frábært liðMark Doninger var skiljanlega sáttur eftir góðan sigur á Þrótti í undanúrslitunum í kvöld. „Ég gekk til liðs við félagið undir sérstökum kringumstæðum þannig að það er frábær tilfinning að komast í bikarúrslit. Ég legg hart að mér og reyni að standa mig vel á vellinum. Þetta er frábært lið með marga frábæra leikmenn. Það er auðvelt að aðlagast og ég gæti ekki hrósað þeim meira.“ Doninger skoraði tvö mörk í kvöld og hefur reynst vítamínssprauta inn í lið Stjörnunnar sem var án Garðars Jóhannssonar og Kennie Chopart í kvöld. Hann segist hafa spilað nokkra úrslitaleiki á ferlinum. „Ég spilaði nokkrar úrslitaleiki með varaliði Newcastle á sínum tíma. Þetta á eftir að verða frábær leikur og vonandi förum við alla leið,“ sagði Doninger en er munur á leik ÍA og Stjörnunnar? „Stjarnan spilar boltanum mun meira með jörðinni. Ég fékk það mikla þjónustu að þetta var auðvelt fyrir mig í dag. Ég hefði viljað ná þrennunni en vonandi er ég að spara eitt mark fyrir úrslitaleikinn.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Stjarnan mun leika til úrslita í Borgunar-bikarnum í fyrsta sinn eftir góðan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan vann fyllilega verðskuldaðan sigur og var hreinlega einu númeri of stórir fyrir 1. deildar lið Þróttar R. sem barðist þó vel og hefði með smá heppni getað komið sér inn í leikinn. Leikmenn Þróttar töldu sig hafa tekið forystuna á 21. mínútu þegar Karl Brynjar Björnsson skallaði boltann í netið. Hann var hins vegar dæmdur rangstæður og því taldi markið ekki. Skömmu síðar tóku heimamenn forystuna. Halldór Orri Björnsson átti þá góðan sprett í teig Þróttar og átti fasta sendingu fyrir markið. Mark Doninger var á réttum stað og mokaði boltanum yfir línuna. Stjörnumenn voru aðgangsharðir fyrir framan mark gestina það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Ögmundur Ólafsson var öflugur í marki Þróttar og hélt þeim inni í leiknum. 1-0 í hálfleik. Bæði lið fengu fín færi í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn virtust þó líklegri. Doninger veitti Þrótturum rothögg á 66. mínútu þegar hann skoraði annað mark Stjörnunnar af stuttu færi eftir að Ögmundur hafði varið skot Baldvins Sturlusonar út í teiginn. Skömmu síðar fengu Þróttarar tvö frábær færi til að komast aftur inn í leikinn en voru klaufar að skora ekki. Alexander Scholz gulltryggði Stjörnunni sigurinn á 84. mínútu eftir frábæra sendingu frá Gunnari Erni Jónssyni sem var nýkominn inn á sem varamaður. Þar með var ljóst að Stjarnan var á leið í úrslit og stuðningssveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, fagnaði ákaft. Mark Doninger var maður leiksins en hann virðist finna sig vel í liði Stjörnunnar eftir vandamál utan vallar á tíma sínum hjá ÍA. Stjarnan lék vel í kvöld og stefnir að sínum fyrsta stóra titli. Leikmenn Þróttar börðust vel en áttu ekki erindi sem erfiði. Sérstakt hrós fær þó stuðningssveit Þróttar sem hirti öll þrjú stigin sem í boði voru utan vallar. Daníel Laxdal: Draumur að rætast„Ég er í skýjunum. Þróttarar voru öflugir en við mættum tilbúnir til leiks. Við vorum með gæðin til að klára færin og við hefðum getað sett fleiri mörk en ég er mjög sáttur með 3-0 sigur og að halda hreinu,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Daníel Laxdal, eftir sigur liðsins gegn Þrótti í undanúrslitum í bikarnum. Daníel lék vel í vörn Stjörnunnar og tókst ásamt liðsfélögum sínum að leggja Þrótt tiltölulega þægilega af velli. Daníel var ákaft fagnað ásamt félögum sínum í leikslok af stuðningsmönnum sínum. „Þetta er mjög stór stund fyrir klúbbinn og það þýðir ekkert að stoppa hér. Við ætlum okkur alla leið. Mér er alveg saman hvort við fáum Grindavík eða KR í úrslitum. Það eina sem kemur til greina er sigur.“ Páll Einars: Skorti gæði á síðasta þriðjungnum„Leikurinn byrjaði vel og við spiluðum á köflum mjög vel. Við hefðum hins vegar getað gert betur á síðasta þriðjungi vallarins. Við vorum fínir í kvöld og kannski er þetta bara munurinn á liðunum. Við stóðum í fullu tré við þá á mörgum sviðum og skorum mark sem er grunsamlega dæmt af,“ sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar R. í leikslok. „Við fengum nokkur góð færi í seinni hálfleik og óheppnir að skjóta í stöngina. Það hefði breytt miklu ef við hefðum nýtt færin betur. Okkar stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og að mínu mati tóku þeir öll þrjú stigin sem voru í boði í stúkunni. Þeir tóku Silfurskeiðina og pökkuðu henni saman. Vonandi heldur það áfram.“ Doninger: Stjarnan er frábært liðMark Doninger var skiljanlega sáttur eftir góðan sigur á Þrótti í undanúrslitunum í kvöld. „Ég gekk til liðs við félagið undir sérstökum kringumstæðum þannig að það er frábær tilfinning að komast í bikarúrslit. Ég legg hart að mér og reyni að standa mig vel á vellinum. Þetta er frábært lið með marga frábæra leikmenn. Það er auðvelt að aðlagast og ég gæti ekki hrósað þeim meira.“ Doninger skoraði tvö mörk í kvöld og hefur reynst vítamínssprauta inn í lið Stjörnunnar sem var án Garðars Jóhannssonar og Kennie Chopart í kvöld. Hann segist hafa spilað nokkra úrslitaleiki á ferlinum. „Ég spilaði nokkrar úrslitaleiki með varaliði Newcastle á sínum tíma. Þetta á eftir að verða frábær leikur og vonandi förum við alla leið,“ sagði Doninger en er munur á leik ÍA og Stjörnunnar? „Stjarnan spilar boltanum mun meira með jörðinni. Ég fékk það mikla þjónustu að þetta var auðvelt fyrir mig í dag. Ég hefði viljað ná þrennunni en vonandi er ég að spara eitt mark fyrir úrslitaleikinn.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn