Íslenski boltinn

Lars Lagerbäck: Gunnleifur og Hannes eru mjög jafnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur í leiknum í gær.
Gunnleifur í leiknum í gær. mynd/anton
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, hrósaði markvörðunum Gunnleifi Gunnleifssyni og Hannesi Þór Halldórssyni á blaðamannafundi eftir sigurinn á Færeyjum í gær. Hannes hefur byrjað leikina að undanförnu en Gunnleifur fékk tækifærið í gærkvöldi og hélt hreinu.

„Ég hef séð marga leiki með þeim á Íslandi í sumar. Hannes spilaði tvo mjög góða leiki á móti Frakklandi og Svíþjóð. Gunnleifur hefur spilað vel í sumar og var góður á æfingunum fyrir leikinn. Hann átti skilið að fá tækifæri í kvöld en þeir eru mjög jafnir," sagði Lars Lagerbäck.

Íslenska liðið var búið að fá sig 11 mörk í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck en hélt nú hreinu í fyrsta sinn.

„Það er alltaf gott að halda hreinu og ég elska það þegar liðið fær ekki á sig mark ekki síst þegar við náum að skora líka. Það er gott að vera með góða vörn og vörnin stóð sig vel í kvöld því ég man ekki eftir nema einu góðu færi hjá þeim. Ég er sáttur með varnarleikinn í þessum leik," sagði Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×