Slagurinn harðnar - Apple krefst lögbanns á Samsung síma Magnús Halldórsson skrifar 28. ágúst 2012 09:35 Fjarskipta- og hugbúnaðarrisinn Apple hefur krafist lögbanns á sölu á Samsung símum, en krafan var lögð fram í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar Apple eru, seinni partinn í gær. Krafan byggir á niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að Samsung hafi brotið gegn Apple með því að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað fyrirtækisins. Var Samsung gert að greiða einn milljarða dala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í sekt vegna málsins. Lögbannskrafan nær til sölu á átta tegundum síma, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Tegundirnar átta eru Galaxy S 4G, Galaxy S2 AT&T model, Galaxy S2 Skyrocket, Galaxy S2 T-Mobile model, Galaxy S2 Epic 4G, Galaxy S Showcase, Droid Charge og Galaxy Prevail. Símarnir eru allir á meðal vinsælustu vörutegunda Samsung. Hlutabréf í Apple hækkuðu um 1,88 prósent í gær á meðan hlutabréf í Samsung, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, lækkuðu um sjö prósent, en þessar gengissveiflur eru raktar til harðrar baráttu fyrirtækjanna á markaði. Forsvarsmenn Samsung segjast ætla að verja ímynd fyrirtækisins og ætla sér að áfrýja niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum, sem þeir telja óréttláta. Þá sögðu þeir, í minnisblaði til starfsmanna, vonast til þess að markaðurinn og neytendur standi með vörum fyrirtækisins, líkt og hingað til. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjarskipta- og hugbúnaðarrisinn Apple hefur krafist lögbanns á sölu á Samsung símum, en krafan var lögð fram í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar Apple eru, seinni partinn í gær. Krafan byggir á niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að Samsung hafi brotið gegn Apple með því að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað fyrirtækisins. Var Samsung gert að greiða einn milljarða dala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í sekt vegna málsins. Lögbannskrafan nær til sölu á átta tegundum síma, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Tegundirnar átta eru Galaxy S 4G, Galaxy S2 AT&T model, Galaxy S2 Skyrocket, Galaxy S2 T-Mobile model, Galaxy S2 Epic 4G, Galaxy S Showcase, Droid Charge og Galaxy Prevail. Símarnir eru allir á meðal vinsælustu vörutegunda Samsung. Hlutabréf í Apple hækkuðu um 1,88 prósent í gær á meðan hlutabréf í Samsung, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, lækkuðu um sjö prósent, en þessar gengissveiflur eru raktar til harðrar baráttu fyrirtækjanna á markaði. Forsvarsmenn Samsung segjast ætla að verja ímynd fyrirtækisins og ætla sér að áfrýja niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum, sem þeir telja óréttláta. Þá sögðu þeir, í minnisblaði til starfsmanna, vonast til þess að markaðurinn og neytendur standi með vörum fyrirtækisins, líkt og hingað til.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira