Viðskipti erlent

Samsung ætlar að áfrýja

BBI skrifar
Samsung mun áfrýja dómnum frá því í gær þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða 120 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur fyrir að hafa rænt hugmyndum af fyrirtækinu.

Forsvarsmenn Samsung hafa lýst dómnum sem „tapi fyrir bandaríska neytendur" þar sem hann leiði til færri valkosta á markaði og minni framsækni. Fyrirtækinu þykir miður að hægt sé að „misnota lögin" í þágu eins fyrirtækis.

Apple fagnaði hins vegar niðurstöðunni og hrósaði dómstólum fyrir að senda skýr skilaboð.


Tengdar fréttir

Samsung þarf að borga Apple 120 milljarða

Raftækjarisinn Samsung var í gærkvöldi dæmdur af bandarískum dómsstól til þess að borga tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða sem nemur 120 milljörðum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að brot á hugverkarétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×