Körfubolti

Jón Arnór fjórði stigahæstur eftir þrjár umferðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Stefán
Jón Arnór Stefánsson er meðal stigahæstu manna eftir þrjár fyrstu umferðirnar í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta en Jón Arnór hefur skorað 22,0 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum íslenska landsliðsins.

Jón Arnór er líka meðal efstu manna að skapa færi fyrir félaga sína því hann hefur gefið 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik sem dugar honum upp í ellefta sætið.

Jón Arnór var með 21 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leiknum á móti Serbíu, 28 stig og 3 stoðsendingar í sigrinum á Slóvökum og svo 17 stig og 6 stoðsendingar á móti Ísrael.

Jón Arnór er búinn að hitta úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna og 84 prósent vítanna en hann hefur alls fiskað 20 villur á mótherjanna í þessum þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×