Körfubolti

Strákarnir fengu skóna sína rétt fyrir æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Íslenska körfuboltalandsliðið er þessa stundina á æfingu fyrir leikinn á móti Ísrael sem fram fer í Laugardalshöllinni á morgun en það munaði engu að sumir leikmanna liðsins þyrftu að æfa á sokkalestunum í kvöld.

Farangur íslenska liðsins varð nefnilega eftir þegar strákarnir skiptu um flugvél í Frankfurt, á leið frá Vín til Íslands. Sem betur fer tókst að koma töskunum til landsins í tíma fyrir æfinguna í kvöld og strákarnir endurheimtu því körfuboltaskóna fyrir æfinguna.

Íslenska liðið vann frábæran 81-75 sigur í Slóvakíu á laugardaginn og leikurinn á móti Ísrael í morgun er þriðji leikurinn af tíu í undankeppni Evrópumótsins.

Það var vel mætt í Höllina á fyrsta heimaleikinn á móti Serbíu og íslensku landsliðsmennirnir vonast efir því að fá enn meiri stuðning í glímunni við Ísraelsmenn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×