Viðskipti erlent

Auðkýfingar takast á - Abramovich sigraði Berezovsky

Auðkýfingurinn Roman Abramovich.
Auðkýfingurinn Roman Abramovich. mynd/AP
Rússneski auðkýfingurinn Boris Berezovsky, sem búið hefur í útlegð í Lundúnum síðustu ár, tapaði í dag dómsmáli gegn Roman Abramovich, eiganda breska fótboltaliðsins Chelsea FC.

Málið var rekið fyrir dómstóli í Lúndunum en það hverfðist um meint viðskiptasvik Abramovich. Berezovsky hélt því fram að hann hefði verið neyddur til að selja sinn hlut í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft.

Skaðabótakrafa hans hljóðaði upp á þrjá milljarða evra eða það sem nemur tæpum 462 milljörðum íslenskra króna.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Berezovsky hafi þótt afar ótrúverðugt vitni og að hann hafi farið á svig við staðreyndir. Berezovsky flúði frá Rússlandi árið 2000 en hann hafði þá fallið í ónáð hjá stjórnvöldum þar í landi.

Þá taldi dómarinn Abramovich vera afar áreiðanlegt og sannsögult vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×