Kubica vann fyrsta mót endurkomunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 9. september 2012 20:58 Kubica er snúinn aftur eftir endurhæfingar og þjálfanir. nordicphotos/afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira