Schumacher og Hamilton fljótastir á æfingum í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 7. september 2012 13:47 Red Bull voru hvergi á æfingunum í dag. nordicphotos/afp Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju.
Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira