Kayle Grimsley: Ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 15:30 Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi. „Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA. Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar. „Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi. „Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA. Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar. „Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast