Button vann sannfærandi sigur í Belgíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 13:48 Button slapp við áreksturinn í fyrstu beygju en liðsfélagi hans var ekki svo heppinn. nordicphotos/afp Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi. Formúla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira